Reglurnar
Venjulegt spil
Pinnum er dreift jafnt milli leikmanna, ekki er þörf á að notast við alla pinnana, en því fleiri pinnar sem eru á hendi verður leikurinn lengri, það er gott að byrja með 4-7 pinna á mann, sá sem gerir fyrst(oftast yngsti spilarinn) hendir tening og setur pinna á þann stað sem talan á teningnum sýnir, svo gengur þetta allan hringinn og ef pinni er nú þegar á sama stað og talan sýnir þarf spilarinn að taka pinnan. Ef spilari fær 6 þá dettur pinninn í boxið og spilarinn fær að gera aftur, sá spilari sem klárar sýna pinna fyrst á hendi vinnur.
Venjulegur leikur getur verið fra 3-20 mínútur eftir fjölda pinna á hendi.
Hægt að bæta við fleiri pinnum í spilið svo fleiri geta spilað.
Gott er að láta ganga hver byrjar að kasta teningnum
Pinnaspilið er með pinna og tening, við minnum á að þetta eru smáhlutir og geta verið hættulegir fyrir smábörn, og mælum ávalt með að fullorðnir fylgist með börnum yngri en 6 ára..
Spila pinnaspilið með drykkjum
Allar sömu reglur gilda hér eins og í venjulegum leik, en hægt að bæta við reglum sjálf/ur
Þegar pinni er fjarlægður, þarf að drekka
Ef spilari fær 6, fær hann að velja hver drekkur
Ef spilari fær 6 drekka allir nema hann
Ef annar spilari tekur pinnan þinn, drekka báðir