Kaupskilmáli:
Stefnan hjá Pingame.is er að koma til móts við alla viðskiptavini. Ef viðskiptavinur er ekki fullkomlega ánægður með vöru eða þjónustu sem hefur verið versluð, munum við með öllu móti reyna bæta úr því. Við erum hér fyrst og fremst fyrir okkar viðskiptavini og viljum sýna það í verki að okkur er annt um alla viðskiptavini.
Almennt:
Validator ehf á og rekur Pingame.is vefverslunina. Pingame.is ehf. Tekur enga ábyrgð á innsláttarvillum og röngum upplýsingum sem birtar eru á vefnum. Þar meðtalið verð og vörulýsingar. Verði vara fyrir tjóni eftir að hún hefur verið send er það alfarið á ábyrgð kaupanda. Okkar metnaður er að senda út pöntun samdægurs eða næsta virka dag eftir. Við áskiljum okkur hinsvegar rétt á tveimur virkum dögum til að afgreiða pöntun.
Validator ehf
kennitala: 6106220970, virðisaukaskattsnúmer:
15 daga skilaréttur:
Kaupandi getur skilað vöru sem hefur verið versluð af heimasíðu fitnessvefurinn.is innan 15 daga gegn framvísun kassakvittunar eða gefa upp pöntunarnúmer. Kaupandi getur þá valið um að fá nýja vöru eða inneign í verslun. Þetta gildir þó einungis ef varan og umbúðir hennar eru í upprunalegu ástandi (óopnaðar). Ef seljandi telur vöru vera gallaða getur hann átt rétt á að fá nýtt eintak svo lengi sem hægt sé að sannreyna að hún sé gölluð og hafi verið það þegar kaupandi fékk vöruna í sitt umráð.
Sendingarmátar:
Póstflutningur, heimsending Akureyri og nágrenni
Greiðslumöguleikar:
Kreditkort
Þegar greitt er með kreditkorti eru allar upplýsingar um viðskiptin, þ.m.t. kreditkortanúmer, dulkóðaðar samkvæmt ströngustu öryggiskröfum.
Greiðsla í vefverslun:
Tökum við öllum gerðum af kredit og debetkortum og bjóðum upp á greiðslur með greiðsluseðli í heimabanka
Afgreiðslufrestur:
Við kappkostum það að koma vörunni eins fljótt og hægt er til viðskiptavina okkar. Hins vegar getur verið að í einstaka tilfellum sé vara ekki til á lager, þá munum við hafa samband eins fljótt og auðið er og benda viðskiptavinum okkar á aðrar vörur í staðinn. Viðskiptavinum okkar býðst þá einnig upp á að hætta við pöntunina í heild sinni og fá hana að fullu endurgreidda. Að öllu jöfnu reynum við að koma pöntun þinni út innan sólahrings frá því að hún er greidd að fullu. Engin pöntun er send út fyrr en hún er að fullgreidd.
Heimsending:
Allar vörur eru sendar með Íslandspóst og fer það eftir því hvar þú ert á landinu hvort þú sækir vöruna á næsta pósthús eða hvort hún er send heim að dyrum. Á höfuðborgasvæðinu keyrir Íslandspóstur vöruna heim að dyrum á milli kl 17-22 alla virka daga. Á sumum stöðum úti á landi er aðeins boðið upp á að sækja í pósthús en annars afhendir Íslandspóstur vöruna heim að dyrum á milli kl 17-22.
Persónuvernd:
Pingame.is mun gæta algers trúnaðar við viðskiptavini sína og ábyrgjumst að gefa aldrei neinum upplýsingar um viðskiptavini á nokkurn hátt, hvorki hvað varðar vörukaup, fyrirspurnir, lykilorð, netfang eða annað.
Höfundarréttur og vörumerki:
Allt efni á vefsvæði pingame.is, eru í eigu validator ehf
Skilmálar þessir eru almennir verslunarskilmálar pingame.is og tóku gildi þann 02.10.2022.
Annað
Notkun á vörum sem seldar eru á síðunni eru á ábyrgð þeirra sem neyta varanna eða nota þær. Ekki er borin ábyrgð á ofnæmisviðbrögðum eða öðru því sem upp kann að koma við notkun þeirra vara sem verslunin selur, né heldur tjóni sem kann að koma upp vegna þeirra.
Lög og varnarþing.
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það
rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands.